Lög félagsins

Lög Vinnuvistfræðifélags Íslands
Síðast breytt á aðalfundi félagsins 6.júní 2019.

I. kafli
Heiti félags, heimili, skilgreining og markmið

1. gr.
Félagið heitir Vinnuvistfræðifélag Íslands, skammstafað Vinnís. Enska heitið er Icelandic Ergonomics Society. Heimili félagsins og varnarþing er á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn félagsins er þó heimilt að starfa annars staðar.

2. gr.
Félagið fjallar um vinnuvistfræði. Viðfangsefni vinnuvistfræðinnar er samspil mannins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. Umhverfi tekur til aðstöðu, búnaðar, tækja, skipulags, samskipta og fleiri þátta. Í fyrirrúmi eru þarfir, vellíðan og öryggi fólks.

3. gr.
Markmið félagsins eru:
1. Að efla og kynna vinnuvistfræði á Íslandi.
2. Að stuðla að því að vinnuvistfræðileg þekking verði nýtt við nýhönnun og endurhönnun húsnæðis og aðstöðu, við skipulag vinnu og vinnuferla, við hönnun búnaðar, tækja og ýmissa framleiðsluvara.

4. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná m.a. með því að
· kynna félagið og tilgang þess m.a. á netmiðlum,  með blaðaskrifum og öðrum þeim aðferðum sem henta hverju sinni
· koma á samböndum og miðla upplýsingum milli áhugafólks um vinnuvistfræði úr ýmsum faghópum, mynda tengslanet
· halda félagsfundi
· halda námstefnur/ráðstefnur
· stuðla að greinarskrifum í fagtímarit
· stuðla að stofnun vinnuhópa um ákveðin málefni innan vinnuvistfræði
· taka þátt í og kynna alþjóðlegt og norrænt samstarf og verkefni á sviði vinnuvistfræði
· hvetja til menntunar og rannsókna á sviði vinnuvistfræði
· miðla upplýsingum um evrópska löggildingu
· kynna almenningi vinnuvistfræði m.a með blaðskrifum, viðtölum í fjölmiðlum, þátttöku í sýningum o.s.frv.
· vekja athygli ýmissa hópa á þýðingu hagnýtrar vinnuvistfræði t.d. framleiðenda, stjórnenda fyrirtækja, stjórnmálamanna o.fl.
· upplýsa um nýja og breytta staðla á sviði vinnuvistfræði

Myndi hljóma svona:
Markmiðum sínum hyggst félagið ná m.a. með því að
· kynna félagið og tilgang þess m.a. á netmiðlum,  með blaðaskrifum og öðrum þeim aðferðum sem henta hverju sinni
· koma á samböndum og miðla upplýsingum milli áhugafólks um vinnuvistfræði úr ýmsum faghópum, mynda tengslanet, efla samstarf við önnur félög
· halda félagsfundi
· halda námstefnur/ráðstefnur
· stuðla að greinarskrifum í fagtímarit
· stuðla að stofnun vinnuhópa um ákveðin málefni innan vinnuvistfræði
· taka þátt í og kynna alþjóðlegt og norrænt samstarf og verkefni á sviði vinnuvistfræði
· hvetja til menntunar og rannsókna á sviði vinnuvistfræði


II. kafli
Félagsmenn og styrktaraðilar

5. gr.
Allir sem áhuga hafa á vinnuvistfræði geta orðið félagar. Inntaka nýrra félagsmanna tekur gildi þegar félagsgjöld hafa verið greidd. Félagsgjald er greitt fyrirfram fyrir eitt ár í senn og er óendurkræft. 

Með greiðslu félagsgjalda njóta einstaklingar allra þeirra réttinda sem Vinnís hefur upp á að bjóða. Meðal þeirra réttinda er þátttaka í stjórn, nefndarstarfi og atkvæðisréttur.

Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta sótt um styrktaraðild. Fyrirtækjum gefst kostur á að setja vörumerki sitt á heimasíðu félagsins og sækja fundi og fræðslu á vegum félagsins. Styrktaraðilar hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.

Stjórn félagsins getur vikið félagsmanni úr félaginu ef henni þykja efni standa til en hann getur borið mál sitt undir almennan félagsfund.

Myndi hljóma svona:

Allir sem áhuga hafa á vinnuvistfræði geta orðið félagar. Inntaka nýrra félagsmanna tekur gildi þegar félagsgjöld hafa verið greidd. Félagsgjald er greitt fyrir eitt ár í senn og er óendurkræft. 


III. kafli

Aðalfundur

6. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.

Aðalfund skal halda eigi síðar en í apríl ár hvert. Til hans skal boðað með 14 daga fyrirvara. Aðalfundarboð og dagsskrá skal send skriflega til allra félaga og er hann þá lögmætur. 

Afl atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum þessum.
Rétt til setu á aðalfundi eiga allir fullgildir félagar.

7. gr.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2) Skýrsla stjórnar.
3) Skýrsla gjaldkera.
4) Lagabreytingar.
5) Kosning formanns til eins árs.
6) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
7) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn.
8) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs.
9) Ákvörðun félagsgjalds.
10) Önnur mál.

8. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi félagsins. Í fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til lagabreytinga verði tekin til meðferðar á fundinum og skal efni hennar lýst.

Nái tillaga til lagabreytinga samþykki 2/3 viðstaddra fundarmanna fær hún gildi. 

IV. Kafli
Stjórn félagsins

9. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Reynt skal eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræði.

Myndi hljóma svona:

Stjórn félagsins skal skipuð að lágmarki þremur mönnum og tveimur til vara…..

10. gr.
Formaður er kosinn til eins árs í senn og má lengst sitja í 6 ár. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og mega lengst sitja þrjú tímabil eða 6 ár alls.

11. gr.
Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkunum er lög þessi setja.

12. gr.
Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti.

Stjórnarfundur er ályktunarfær ef þrír stjórnarmenn sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá atkvæði formanns úrslitum.

Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.

V. kafli
Ýmis ákvæði

13. gr.
Nú kemur fram tillaga að félaginu skulu slitið og skal hún þá sæta sömu meðferð sem tillaga til lagabreytinga að því þó viðbættu að 3/4 hluti félagsmanna verða að óska þess eða að fjöldi félagsmanna fer niður fyrir fjóra aðila. Aðalfundur ákvarðar þá hvað verður um eigur félagsins.

14. gr.
Lög þessi voru upphaflega samþykkt á stofnfundi félagsins dags. 08.04.97 og taka breytingum samkvæmt 8. gr. laganna.